Smjörbaunapottréttur

Eftir að ég gerðist vegan þá tók það mig langan tíma í að finnast baunir góðar, ég í þrjóskukasti setti allskyns baunir í réttina mína en fannst það alltaf skemma þá.
Það tók tíma, en tókst loksins fyrir mig að finnast baunir góðar og hvað þá fara að „kreiva“ þær, svo ekki gefast upp. Hinsvegar hefur mér alltaf þótt smjörbaunir góðar, mér hefur þótt þær vera mun bragðbetri og áferðin mun þæginlegri heldur en aðrar baunir og þurfti ekkert að venjast þeim.
Ég hef prufað þær í marga rétti en réttur sem ég smakkaði hjá systur tengdamömmu minnar stóð uppúr. Þessi réttur er aðeins breytt útgáfa af honum.
Í réttinum nota ég spirilizer til að fá spagetti áferð á kúrbítinn og sker laukinn í ræmur.
Ég veit að myndagæðin eru ekki frábær og hann lýtur ekki út eins og eitthvað meistaraverk en ég get lofað ykkur því að hann bragðast mjög vel og var borðaður upp til agna af öllum í fjölskyldunni.

Hráefni:
1 gulur laukur
2 hvítlauksgeirar
1/4 af stórum blómkálshaus eða 1/2 ef hausinn er lítill
1/2 stór kúrbítur eða heill ef hann er lítill
1 dós smjörbaunir
1 dós niðursoðnir skornir tómatar
salt og pipar
rósmarín
timían
sletta af vatni

Aðferð:
Skerið laukinn í þunnar ræmur og steikið uppúr olíu, bætið hvítlauknum söxuðum eða pressuðum á pönnuna ásamt kryddunum.
Skerið blómkálið í litla bita og bætið á pönnuna þegar laukurinn er orðinn mjúkur.
Steikið blómkálið og laukinn í smá stund áður en þið bætið útí dósinni af tómötunum ásamt smá skvettu af vatni kannski um 1/2 – 1 dl.
Setjið lok yfir og leyfið að malla í smá á meðal hita. Smakkið og bætið við kryddi ef ykkur finnst þurfa.
Yddið  kúrbítinn í spirilizernum eða skerið hann eins og þið viljið ef þið eigið ekki spirilizer.
Eftir uþb 10 mín eða þegar blómkálið er orðið smá mjúkt bætið þið út í kúrbítnum og smjörbaununum og látið malla í 5 mín, passið bara að hafa ekki of lengi þá geta smjörbaunirnar orðið ofeldaðar og maukaðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s