Kasjú „gráðostur“

Ég hef verið að fikra mig áfram í jurtaostagerð í smá tíma núna. Mér finnst alltaf mun betra að búa þá til sjálf heldur en að kaupa út í búð því þá get ég alfarið stjórnað bragðinu og áferðinni.
Uppáhalds heimagerði osturinn minn er úr kasjúhnetum en sá ég fyrst svipaða uppskrift inná maedgurnar.is. Eftir að hafa séð uppskriftina þar fór ég sjálf að fikta og prufa mig áfram og í eitt skiptið tókst mér að gera kasjúost sem bragðaðist smá eins og gráðostur.
Nú er mjög langt síðan ég smakkaði gráðost en í minningunni virtist þetta komast mjög nálægt honum 🙂

Hráefni:
2 dl kasjúhnetur lagðar í bleyti í 1-2 klukkustundir
1 msk sítrónusafi
2 msk kókosolía
3 msk næringager
1 tsk basilikukrydd
1/2 tsk smoked paprika
1/4 tsk salt
5-7 dropar tabasco
1 msk vatn

Aðferð:
Hellið vatninu frá kasjúhnetunum, skolið og setjið hneturnar í matvinnsluvélina ásamt kókosolíunni.
Blandið í smá stund og bætið síðan við restina af hráefnunum.
Blandið vel og vandlega og skrapið hliðarnar í skálinni svo ekkert fari til spillis og allt blandist jafnt.
Þegar blandan er orðin mjúk þá finnið þið form, setjið ostinn í formið og skellið inn í ískáp í smá tíma. Þá harðnar osturinn og verður aðeins þéttari.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s