FaLaFeL!!
Þegar ég var yngri var ég vön að flissa þegar ég heyrði einhvern segja orðið “falafel”, mér fannst það alveg óendanlega fyndið orð.
Nú þegar ég heyri það fæ ég vatn í munninn, oh my dear nature hvað það er gott.
Ég varð gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus eftir að hafa prufað falafelið á mandí og fékk þráhyggju fyrir því að reyna að mastera þá uppskrift (sem mér hefur svo sannarlega EKKI tekist) en jæja, það er alltaf gott hjá mér þó það sé ekki eins og á mandí, svo hér fáiði mína útgáfu!
Og þetta gerist varla einfaldara.
1 pakki Falafel frá Halsans Kok
1 pakki Tortilla vefjur
Kálblöð
2 Tómatar
1 Paprika
1/2 Gúrka
1/4 Laukur (má sleppa)
Sriracha Mæjó og sko nóóg af því!
Sriracha mayoið búið til og skellt í ískápinn.
Grænmetið er skorið mjög fínt í teninga og kálblöðin skoluð og “vinduð” í salatvindu.
Falafelbollurnar inn í ofn í 5-7 mín, stendur á pakkanum hversu hár hiti.
Tortilla vefjurnar inn í öbbann með skvettur af vatni (líka leiðbeiningar á pakkanum).
Þegar allt er tibúið er þessu skellt í vefjuna og lokað!
Einfaldara var það ekki og þvílík bragðlauka sinfónía óóvááá!
Bon appetit!