Soya majónes

Já gott fólk, það eru sko tvær aðferðir við að gera vegan mæjó, TVÆR!
Bless burtu bless egg!

Þessi aðferð, eins og hennar Bylgju, er líka mjög einföld, ódýr og bragðast alveg eins og eggjamæjó.

Þessi blessaða majónes sósa er grunnurinn að vegan himnaríki að mínu mati, hægt að leika sér eeendalaust.

Hráefni:
2dl ósæt soyamjólk
1tsk eplaedik
1tsk dijon sinnep
1/4tsk salt
1/4tsk pipar
2 dl sólblómaolía (verður að vera bragðlaus, annað er vibbi)

Aðferð:
Soyamjólkinni helt útí blandarann og sett blandarann í gang í sirka 60sek.
Eplaedikinu, sinnepinu og kryddinu bætt útí og kveikt er aftur á blandaranum.
Á meðan blandarinn er í gangi er olíunni helt mjög hægt útí þangað til það heyrist að mæjóið er farið að þykkna.
Það fer ekki milli mála hvenær það er orðið þykkt en mér fannst sirka 2dl duga!

Þetta blessaða mæjó er svo gott og geymist uppí 5-6 daga.

Sriracha sósa í mæjó=Klikkuð blanda
Tómatsósa í mæjó=Kokteilsósubrjálæði
Kryddið Herbs de Provence í mæjó=Pítusósusæla
Hvítlaukskrydd í mæjó=Hvítlauksmæjó (captain obvious)img_8349img_8350

 

 

Ein athugasemd á “Soya majónes

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s