Anna Karen Kolbeins heiti ég!
Ég er 22.ára og á tvö krútt sem heita Freyr og Anita Rós.
Trúlofuð einum yndislegum sem heitir Kjartan og við litla fjölskyldan búum í Hlíðunum ásamt kisunum okkar Simba og Sölku.
Ég stunda nám við Fjölbrautaskólan við Ármúla og er formaður Umhverfisráðs þar ásamt því að sitja í stjórn Aktívegan samtakanna!
Ég er búin að vera vegan síðan 1.janúar 2016 en var búin að fikta við grænmetisætuna síðan 2014.
Ég kem af mikilli eldamennskjufjölskyldu þar sem matur var alltaf hávegum hafður og að elda var áhugamál. Besta sem ég geri er að setja góða tóna á, loka hurðinni í eldhúsinu og töfra fram einhvern góðan rétt.
Ég er ekki lærður kokkur en mig langar ekkert meira en að fara erlendis og læra og þá sérstaklega til Indlands!
Þegar ég gerðist vegan var það eina sem ég eldaði indverskir réttir. Afi minn var frá Indlandi og ólst ég því upp með mjög fjölbreytta heimilisrétti og mikið af indverskum réttum og eru þeir uppáhaldið!
Í flest öllum uppskriftum notast ég aðallega við indversk krydd og mæli ég með ef þið viljið fá góðu kryddin að sleppa bónus og krónunni og fara í Asíska markaði og fá alvöru dótið þar, minnir líka að það sé töluvert ódýrara!
En talandi um ódýrt! Eins og kom fram ofar þá er ég í skóla sem þýðir það að Kjartan er sá eini sem fær útborgað (jibbí) þannig að ég er búin að læra mun betur hvernig er hægt að elda ódýran mat sem er samt það bragðgóður að maður tekur varla eftir því að hráefnin voru undir þúsundkalli!
Inná síðunni munu því vera uppskriftir sem kosta ekki hálfan handlegg að kaupa í eeen ef til vill verða alveg líka “spari”uppskriftir!
Er síðan snappari og ykkur er velkomið að adda mér ef þið viljið sjá eldamennsku, fíflagang, kisu og barna snöpp!