Hugmynd að hádegismat/mat fyrir æfingu

Ég var í nokkurn tíma að fullkomna nestið mitt fyrir hádegismatinn í skólann og mat sem myndi gefa mér góða orku og ég yrði södd af þangað til í lok skólans.
Blanda af grænmeti elduðu og fersku, tófú, baunum, fræum og hnetum finnst mér virka fullkomlega í nesti og einnig fyrir æfingar.
Nú erum við farin að huga meir og meir að því hvað við erum að láta ofaní okkur og þá sérstaklega eftir að ég fór að hreyfa mig meira.
Álíka svipaðir réttir, sem eru með sama grunninn en alltaf smá öðruvísi, finnst mér skapa fullkomna orku bæði í skólanum og fyrir æfingar og ætla ég að deila með ykkur hugmyndir að þeim rétti með ykkur hér 🙂
Ég ætla ekki að setja magn af hráefnunum heldur einungis hvaða hráefni ég notaði svo þið getið nýtt ykkur hugmyndina.

kínóasalat

Hráefni:
Tófú
Kjúklingabaunir
Sæt kartefla
Kasjúhnetur
Kínóa
Brokkolí
Blómkál
Gulrætur
Gúrka
Tómatar
Paprika
Sriracha mæjó dressing

Eldun:
1.Pressa og þurrka tófúið og svo steiki ég það uppúr olíu og góðum kryddum þar til að tófúið er ágætilega crispy en mjúkt að innan (step by-step tófú eldun er neðar hér á síðunni). Einnig er hægt að skella tófúinu inní ofn og verður það meira crispy þannig.

2.Sker sæta kartöflu og skelli henni inní ofn á 190° í sirka 30-40 mín þar til hún er orðin mjúk, tek ekki hýðið af.

3.Skola kjúklingabaunirnar og þurrka vel með viskustykki og legg þær á fjölnota bökunarpappír í ofnskúffu , strái allskyns kryddum yfir þær ásamt olíu og skelli þeim einnig inní ofn þar til þær eru orðnar ágætlega stökkar, allt uppí 30-40 mín.

4.Kínóað steiki ég fyrst uppúr olíu í potti þangað til fræin eru farin að „poppa“ og þá bæti ég við tveimur glösum af vatni, mælingin er 1 glas af kínóa móti 2 af vatni. Salt og pipar og 1/4 af sveppakrafti útí pottinn.

5.Steiki brokkolíið, blómkálið, gulræturnar og kasjúhneturnar létt á pönnu.

6.Sker niður ferska grænmetið.

7.Skelli í majónes sósu (uppskrift einnig hér neðar á síðunni) og bæti sriracha útí.

Svo þegar allt er tilbúið þá skelli ég þessu annaðhvort á disk eða í box, fer eftir hvort þetta sé pre-klifur máltíð eða mealprepp fyrir nesti.

Einnig getur verið gott að nota brún hýðishrísgrjón í staðinn fyrir kínóa. Veganz sojakjötið í staðinn fyrir tófú o.s.frv.
Þetta er bara grunnur að mjög góðri og orkuríkri máltíð sem er hægt að gera á margskonar hátt en ég nota alltaf þennan grunn og breyti til eftir því sem ég á í ísskápnum eða eftir því sem mig langar í.

kínóa-veganz
Hér er kínóa með Veganz sojakjöti, sætri kartöflu, fersku salati og srirachamæjó.
IMG_8474
Kínóa með fersku salati+ólífum, ristuðum furuhnetum og balsamik edik.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s