Perla Hafþórsdóttir, vinkona mín, deildi með okkur þessari gómsætu og æðislegu uppskrift af hrísgrjónanúðlum sem hún gerði. Einfalt, gott og ódýrt hráefni en óeðlilega djúsí og góður réttur!
Broke Vegans mæla með!
Hráefni
* 3 stk gulrætur
* 100 gr laukur þunnt skorinn
* 4 msk sweet chilli sósa
* 2 dl kókosmjólk (lítil dós)
* 1 stk hvítlauksrif marið
* 3 msk olía
* 300 gr hrísgrjónanúðlur
* 2 vænar tsk red curry paste (medium)
* 100 gr hvítkál
* vænt búnt snjóbaunir
* 1 rauð paprika
* 2 msk soyja sósa
* baunaspírur eftir smekk
* herslihnetu mulningur eftir smekk
* 1 stk mangó
Aðferð:
Setjið núðlurnar í skál og sjóðið vatn, hellið vatninu yfir og látið standa í ca. 4 mín en passið að hræra svo þær liggi allar í bleyti. Setjið grænmetið (skorið í strimla) í olíuna og steikið þar til grænmetið er orðið meyrt. Setjið karrý, hvítlauk og kókosmjólk útí ásamt soyja og sweet chili sósuni. Bætið núðlunum við og látið malla í stutta stund (passa að hræra vel). Setjið ferkst mangó ofan á rétt áður en rétturinn er borinn fram og punktinn yfir i-ið fæst með því að sáldra baunaspírunum og hnetumulningnum yfir herlegheitin.
Þennan rétt er upplagt að laga í wok-pönnu. Einnig má bæta við tofu eða einhverju sem þér dettur í hug hverju sinni.
(psst, ég á ekki wok pönnu ég notaði bara stóran pott)