Matseðill aðfangadags

Ég prufugerði jólamatinn fyrir svolitlu síðan og kom hann mjög vel út! Meðlætið er svipað og hefur verið áður en við urðum vegan og var lítið sem ekkert mál að „veganæsa“ það.
Ég var með steik frá Field Roast en meðlætið mun einnig passa við Hnetusteik eða aðrar vegan steikur.
Í uppskriftinni verður Brokkolí salat sem systir tengdamömmu hefur alltaf gert, fylltir sveppir, sveppasósa og sætkartöflumús. Ég lofa ykkur því að þið sjáið alls ekki eftir því að elda þetta um jólin 🙂

 

Brokkolísalat hráefni:

250 g brokkolí eða stór brokkolí haus
13.döðlur
1/2 laukur
6 msk vegan mæjónes
15 rauð vínber
salt og pipar eftir smekk

Brokkolísalat aðferð:

Skerið brokkolíið í bita (ekki of stóra og ekki of litla heldur munnbita)
Skerið vínberin í tvennt
Skerið döðlurnar frekar fínt
Saxið laukin (ekki of smátt)
Bætið útí mæjónesinu, s&p og hrærið öllu vel saman.
*best að gera salatið rétt fyrir matinn svo það standi ekki of lengi*

Fylltir sveppir hráefni:

15 stórir sveppir
Fylling:
230 g kasjúhnetur lagðar í bleyti í 1 klukkutstund
2 hvítlauksgeirar
1 msk sítrónusafi
1 msk dijon sinnep
220 ml basilikulauf (ekki þjöppuð)
3 msk næringager
1 tsk salt og pipar
1/2 tsk laukduft (onion powder)
1/2 dl vatn

Fylltir sveppir aðferð
Skerið stilkana af sveppinum (ekki henda þeim, þið notið þá í sósuna) svo það myndi holrúm í sveppunum og leggið til hliðar á bakka.
Takið fram matvinnsluvélina og setjið kasjúhneturnar í.
Bætið við hráefninu í fyllinguna, vatnið seinast og hellið vatninu hægt og rólega útí á meðan matvinnsluvélin er í gangi.
Þegar fyllingin er orðin frekar mjúk þá setjiði hana ofaní sveppina.
Best er að grilla sveppina stutt á miðlungshita en hægt að setja í ofn á grillstillingu í smá tíma og þeir verða tilbúnir þegar fyllingin er orðin aðeins brún ofaná.

Sveppasósa hráefni:

400-560 ml kókosmjólk
2 1/2 dl kasjúhnetur
2 msk næringager
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1 tsk reykt paprikukrydd
s&p eftir smekk
basilikukrydd eftir smekk*má sleppa
1/2 saxaður laukur
2-3 dropar af tabasco
6-8 litlir sveppir og stilkarnir sem ekki voru notaðir þegar verið var að gera fylltu sveppina.
1 sveppateningur
Hvítlauksolía við steikingu á sveppunum.

Sveppasósa aðferð:

Byrjið á því að saxa sveppina og laukinn og steikja á pönnu uppúr s&p og hvítlauksolíu.
Hellið 400ml af kókomjólkinni í blandara, takið vatnið af kasjúhnetunum og bætið þeim í blandarann með kókósmjólkinni, blandið vel þar til engir kögglar eru eftir.
Setjið í pott kókosmjólkina með blönduðu kasjúhnetunum og bætið öllum kryddunum við, sveppateningnum og tabasco sósunni.
Sveppunum og lauknum bætt útí og látið malla, mjög gott að setja olíuna frá steikingunni með í sósuna.
Ef sósan er of þykk getiði bætt hinum 160 ml af kókosmjólkinni og/eða þynna með smá vatni.
Smakkið til og kryddið meira ef ykkur finnst vanta. Mér fannst mjög gott að bæta smá rifsberjasultu í sósuna en það er algjört smekksatriði.

Sætkartöflumús hráefni og aðferð:

2 miðlungs sætar kartöflur
1 dl sæt sojamjólk
Skerið sætu kartöflurnar, takið hýðið af og sjóðið.
Þegar þær eru tilbúnar stappiði þær vel og vandlega með kartöflustöppu og bætið hægt við sojamjólkinni, ekki setja alla mjólkina í einu. Það fer eftir stærð karteflanna hvað þarf mikið svo þið verðið að meta það sjálf 🙂
Salt og sykur eftir smekk en farið varlega með sykurinn þar sem sojamjólkin er sæt fyrir.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s