Okei, ég hef sagt í nokkrum færslum að þetta og hitt sé í miklu uppáhaldi eða eitt af uppáhalds. En ekkert kemst í líkingu við ást mína á indverskum mat. Reyndar elska ég allan mat, enda mikill matgæðingur en indversk matargerð er mín ástríða.
Ég alveg elska að elda með þessum kryddum og hráefnum.
Ást mín á indverskum mat má rekja til afa míns. En ef þið hafið lesið „um mig“ bloggið þá hafiði eflaust séð að ég skrifaði þar inní að afi minn var frá Indlandi.
Afi minn, kallaður Ken, pabbi mömmu minnar, bjó á Íslandi síðan um sirka 1963.
Þessi einstaki maður var í uppáhaldi allra, það var ekki einn einstaklingur sem hafði eitthvað illt um hann að segja. Eins má geta um barnabörnin, hvert og eitt okkar hafði einstakt og sérstakt samband við hann og elskaði hann okkur öll eins og ég veit ekki hvað.
Eitt af því sem hann elskaði að gera var að elda (og liggja uppí sófa að lesa Times).
Eldamennskan hans var eins og eitthvað úr annari vídd, þvílík dásemd sem þessi maður gat kokkað fram, NAMM, ég fæ bara vatn í munninn. Hann var ekki grænmetisæta en það var ekkert mál fyrir mig að veganæsa uppskriftirnar hans.
En.. Afi minn dó árið 2012, bráðkvaddur. Það var eitt það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Partur af mér dó með honum, ein af mínum fyrirmyndum var farinn og ég fékk ekki að kveðja. Ég tárast enn við að hugsa um hann og að börnin mín fengu aldrei að kynnast þessum gimstein.
En. Það sem hann skildi eftir var allt sem hann hafði kennt mér í eldhúsinu. Minning hans lifir þegar við barnabörnin eldum indverskt og minnumst rætur okkar.
Þegar ég elda indverskt finnst mér ég vera sem næst honum og ég veit að hann myndi vera stoltur af mér. Ég elska að finna lyktina af steikta og djúpsteikta matnum ásamt gula poppinu (popp steikt uppúr túrmeriki), það minnir mig bara á hann.
En jæja, ég vildi bara veita ykkur smá innsýn á ást mína á indverskum mat og skrifa fáein orð um manninn sem skildi eftir stórt fótspor í mínu hjarta.
Þessi uppskrift er tileinkuð honum afa mínum, Kantilal C. Amin. Elska þig að eilífu afi minn.
Hráefni:
Í þessari uppskrift notaði ég;
1 gulan lauk saxaður smátt
1 hvítlauksgeira saxaður smátt
7-9 kartöflur frekar litlar
180g blómkál skorið frekar gróft
130g grænar baunir, mega vera úr dós eða frosnar
3 grænir chilli með fræum, saxaðir smátt
1 rauð lítil paprika skorin í þunnar ræmur og síðan til helminga.
örlítið ferskt engifer raspað (má líka nota engiferkrydd)
nokkur fersk kóríander lauf
1 dós kókosmjólk
1 dós tómatpúrra (ef þið viljið ekki tómatbragðið má alveg sleppa)
1 tsk sinnepsfræ
1 tsk Cumin krydd
1/2 tsk Turmerik krydd
1 tsk Jeera krydd
1/2 tsk Chilli krydd
Örlítið salt
1 bolli hrísgrjón á móti 2 bollum af vatni
2 negulnaglar
*Með kryddin er mjög erfitt að segja til um hversu mikið þarf, ég slumpa yfirleitt og bæti síðan útí það sem mér finnst vanta og þið kryddið bara eftir smekk og smakki*
Step by step myndir eru neðst á síðunni 🙂
Aðferð:
Byrjið á því að setja kartöflurnar í pott í smá tíma, ég sýð þær alltaf smá áður en ég set þær á pönnuna, en passið ykkur að ofsjóða þær ekki. Á meðan kartöflurnar eru í pottinum er best að skera allt grænmetið.
Hitið olíu á pönnu á miðlungs hita og þegar olían hitnar setjiði sinnepsfræin á pönnuna. Þið hlustið vel og bíðið eftir að fræin „poppi“.
Þegar fræin eru buin að poppa bætiði lauknum við með kryddunum og hrærið í þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og bætið þá við blómkálinu, paprikunni, chillinu, baununum og engiferinu.
Blandið vel saman.
Hellið kókosmjólkinni og tómatpúrrunni við, hrærið mjög vel og setjið lok yfir pönnuna.
Þegar kartöflurnar eru orðnar ágætlega mjúkar takiði þær af hellunni og hellið köldu vatni á þær þangað til þær kólna. Þá skeriði þær í báta og bætið þeim útá pönnuna sem er þá á miðlungshita.
Smakkið og kryddið ef ykkur finnst vera þörf á því.
Ef til vill finnst ykkur þetta vera of vökvakennt en það lagast þar sem eitthvað af vöknanum gufar upp.
Best finnst mér að leyfa þessu að malla í smá tíma og leyfa grænmetinu að sjúga í sig vökvann með kryddunum.
Þegar ykkur finnst styttast í að rétturinn sé tilbúinn þá skoliði hrísgrjónin uppúr köldu vatni í sigti, bætið 2 bollum af vatni í pott, 1 bolla af hrísgrjónum og negulnöglunum.
Setjið pottinn með hrísgrjónunum á hellu með háum hita og þegar suðan kemur upp slökkviði á hellunni og setjið lokið yfir hrísgrjónin.
Þið sjáið alveg þegar hrísgrjónin eru tilbúin og og smakkið bara til 🙂
Í lokin setjiði ferskan kóríander útá karrýið og voila! 🙂
Kannski hljómar þetta ekki voða einfalt en hráefnin eru ódýr og þegar þið hafið gert þetta einu sinni er ekkert mál að gera þetta aftur!
Það eina sem er kannski vesen eru kryddin en þau fást mjög ódýrt í Asísku mörkuðunum t.d í skeifunni og á suðurlandsbraut.
Í svona rétti er hægt að setja allskonar grænmeti; gulrætur, brokkolí, kjúklingabaunir, sveppi, hnetur og fleira.
Um að gera að frysta og nota sem nesti í vinnu eða skóla.
Og gott ráð með að geyma ferskan kóríander er að vefja hann lauslega í eldhúspappír og setja í lokað plastbox, þá helst hann lengur ferskur og góður.
En afsakið hvað myndirnar eru lélegar, þarf að fá mér alvöru myndavél eða betri síma!
Eg tekkti afa tinn elskan og hann var sko yndislegur og gerdu svoooo godann mat❤️👍✨
Eg ætla ad elda tetta a morgun!
Unmmmm elska indverskan mat😜
Líkar viðLíkar við
Þessi verður pottþétt gerður nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Mjög bragðgóður!
Líkar viðLíkar við