Ó elsku besta, fallega, bragðlausa tófú (segi ég núna eftir að hafa prufað að elda það milljón sinnum og misheppnast!)
En eftir mikla þrautseigju og þrjósku ákvað ég að gefast ekki upp, mér skyldi takast að gera gott tófú! Og viti menn, vei vei vei það loksins tókst!
Ég hef heyrt marga tala um hvað þeir smökkuðu tófú einu sinni og það bragðaðist eins og svampur og bara „nei oj aldrei aftur“, en þá segi ég yfirleitt að þau hafi þá bara ekki smakkað gott tófú.
Ég ætla deila með ykkur minni uppskrift (og persónulegu áliti) af hinu fullkomna tófúi!
En vert er að taka fram að þessi marinering passar rosa vel við asíska rétti t.d núðlurétti EN ef það er auðvitað ekkert mál að breyta kryddunum í marineringunni sem hentar öðrum réttum og ef til vill skera í stærri bita, en eldunaraðferðin er alltaf sú sama og fínn grunnur.
Hráefni:
1 pakki firm tófú
Tamarisósa (eða sojasósa)
Ristuð sesamolía
Sesamfræ
Salt og Pipar
Hvítlaukskrydd
Paprikukrydd
Cumin
Chilli krydd (sterkt)
Turmerik
Þurrkaðar chilliflögur
(ég mældi ekkert *sorry með mig* en þetta er svo rosalegt smekksatriði að þið slumpið af vild og smakkið smakkið smakkið,annars set ég mest af bragðlausu olíunni, aðeins af sesam olíunni og síðan minnst af tamarisósunni)
Aðferð:
Best er að opna tófúið sem fyrst yfir daginn svo það nái að þorna og liggi í marineringu í góðan tíma.
Skola tófúið og skera kubbinn í 5 sneiðar (eða 4 það fer eftir hversu þykka bita þið viljið)
pressa, skipta um viskustykki og pressa aftur.
Skera síðan tófúsneiðarnar í jafnstóra bita, þið ráðið hversu stóra, en ég hef þá alltaf á stærð við munnbita. Ég leyfi síðan tófúinu að þorna í nokkra klukkutíma áður en ég set þá í marineringu. Ég skipti um viskustykki einu sinni yfir tímann sem það er að þorna.
Eftir að hafa látið tófúið standa skellið þið í marineringuna og setjið tófúið í poka og hellið marineringunni yfir (ég skipti tófúinu í tvo poka því einn er með chilli og einn ekki ss fyrir börnin)
Best er að leyfa tófúinu að marinerast yfir nótt, en ef þið hafið ekki tíma er það líka alveg í góðu.
En eftir marineringuna skellið þið tófúinu á pönnu og steikið uppúr marineringunni og bætið við sesamfræin.
Steikja vel á öllum hliðum þangað til það er komin brúnn gljái á allar hliðar.
Ef tófúið er ennþá hvítt er það ekki nógu steikt og ef það er orðið of dökkbrúnt er það ef til vill ofsteikt og verður þá extra crunchy (sumir vilja hafa það svoleiðis en mér finnst best að hafa það smá chruncy á hliðunum og smá mjúkt innaní)
Það er smekksatriði hvað fólki finnst vera gott tófú en persónulega finnst mér það vera tilbúin þegar það er orðið nokkuð hart utaná en samt mjúkt innaní en þið metið það bara sjálf!
Annars vona ég að þetta hafi hjálpað eitthvað!