Einn af uppáhalds heimilisréttunum hér á bæ.
Börnin elska hann, við elskum hann, fullkomið comfort food og afgangar alltaf góðir.
Þessi uppskrift er mjög einföld en tekur kannski smá tíma.
Þegar ég skrifaði uppskriftina hafði ég hana mjög stóra svo ég gæti fryst í nestisbox en ekkert mál fyrir ykkur að minnka hana 🙂
Og þar sem fullt af grænmetinu var nú þegar skorið þá vigtaði ég það í staðinn, ég veit það er óþæginlegra en svo uppfæri ég hana þegar ég geri hana næst 🙂
Hráefni;
220g Brokkolí
200g Rauð Paprika
180g Íslenskir Sveppir
2 Hvítlauksgeirar
1 Gulur Laukur
Nokkur spínatblöð
Nokkrar grænar ólífur
1 poki Heilhveiti Spaghetti
Basiliku krydd
Oregano Krydd
1 poki Vegan Hakk (Anamma og Beyond er mjög gott)
2 dósir pasta sósur „hunts roasted garlic and onion spaghetti sauce“
Vio life Parmasean ostur
Aðferð:
Saxið hvítlaukinn, skerið laukinn og paprikuna í teninga, ólífurnar í hringi og sveppina og brokkolíið ágætlega gróft.
Hitið pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn uppúr vatni og salt og pipar, þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætiði við brokkolíinu, paprikunni ólífunum og sveppunum. Spínatið fer alveg í lokin.
Steikið grænmetið í smá tíma og bætið nú við olíu, smá salt og pipar, basiliku kryddi og oregano.
Hellið einni dós af pastasósu, setjið lokið á og leyfið að malla í sirka 10mín-15mín, hrærir öðru hvoru.
Þegar kemur að hakkinu er best að steikja það sér, það þarf svo lítinn tíma og á í hættu á að verða of mushy ef það er eldað of lengi.
En þegar ykkur finnst grænmetið orðið fínt, þeas brokkolíið ekki lengur mjög hart skellið þið hakkinu á pönnuna og steikið í nokkrar mín.
Á meðan hendið þið spaghettinu í pott með vatni, salti og olíu.
Þegar hakkið er næstum tilbúið hendið því útá pönnuna með sósunni og grænmetinu, hrærið vel, bætið síðan við seinni dósinni af pastasósunni og spínatinu. Ef þið eruð ekki með tvær pastasósur er líka hægt að bæta smá vatni við og tómatpúrru.
Hrærið að vild og smakkið þangað til ykkur finnst það vera tilbúið!
Þegar spaghettið er tilbúið er ooofboðslega gott að sletta smá hvítlauksolíu á það.
Og Voila! Með smá violife parmasean osti er rétturinn kominn!
*Afgangaráð*
Klippa spaghettið, setja í eldfast mót, hella hakkinu með sósunni og grænmetinu yfir og setja síðan jurtaost yfir, daiya eða violife. Skella inní ofn.
Það er liggur við í meira uppáhaldi hjá kallinum mínum þessi afgangaréttur!