Núðlu Tófú Réttur

img_8420
Þessi réttur er eldaður eins nema með öðru grænmeti.

Núðlu- tófú réttur.

Innihaldsefni:
1 pakki rísnúðlur
2 gulrætur
1 rauð paprika
1 lítill spergilkálhaus
2 vorlaukar
1 kúrbítur
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 pakki firm tófú
Sesamfræ
Kasjúhnetur
Bragðlaus olía(sólblóma t.d.)
Tamarissósa
Ristuð sesamolía
Krydd eftir smekk en ég nota salt og pipar, garam masala, turmerik og cumin.
(Grænmeti sem einnig er gott að nota er; blómkál, spínat og hvítkál)

 

Tófúmarinering:
Best er að opna tófúið sem fyrst yfir daginn svo það nái að þorna og liggi í marineringu í góðan tíma.
Skola tófúið og skera kubbinn í 5 sneiðar, pressa, skipta um viskustykki og pressa aftur. Skera síðan tófúsneiðarnar í jafnstóra bita, þið ráðið hversu stóra, en ég hef þá alltaf á stærð við munnbita. Ég leyfi síðan tófúinu að þorna í nokkra klukkutíma áður en ég set þá í marineringu.

Í marineringuna notast ég við sólblómaolíu, tamarisósu, ristaða sesamolíu, salt og pipar, hvítlaukskrydd, turmerik, garam masala og kúmen (chilli og chilliflögur ef engin börn eru að borða). Slumpa yfirleitt olíurnar og kryddin og krydda eftir smekk.
Setja tófúið í marineringuna ofaní og loka pokanum. Af og til hreyfa pokann til svo sósan nái að marinera alla tófúbitana.
Leyfa tófúinu að marinerast eins lengi og hægt er, þá nær tófúið að draga í sig olíurnar og kryddin.
*Ég mun setja inn sér blogg með myndum hvernig mér finnst best að matreiða tófú*

Núðlur:

skellir núðlunum í pott í 7 mínútur, passa að hafa þær ekki of lengi þar sem þið setjið  þær á pönnuna með tófúinu og grænmetinu og ekki gott að hafa þær ofsoðnar.

Þegar núðlurnar eru tilbúnar setja þær í sigti og skola í köldu vatni, þá klístrast þær ekki.

 

Grænmetið:
Laukurinn, hvítlaukurinn, gulræturnar og spergilkálið er fyrst sett á pönnuna. Steikt upp úr vatni og hrært reglulega í, best finnst mér að setja lok yfir svo það nái að “gufusjóðast í smá stund”.
(Best er að setja tófúið á pönnu áður en restin af grænmetinu fer á pönnuna með lauknum, gulrætunum og spergilkálinu eða ss grænmetinu sem þarf mun styttri tíma)

Þegar það er orðið ágætlega mjúkt bæta þá út í restina af grænmetinu.
Að öllum líkindum er þá vatnið gufað upp og þá bætir maður sólblómaolíunni útí ásamt smá af sesamolíunni, tamarissósunni, kasjúhnetum og nóg af sesamfræum.

 

Tófúið:
Tófúið þarf ágætan tíma svo best er að setja það á sér pönnu áður en grænmetið sem þarf stuttan tíma er bætt við gulræturnar og það.

Tófúið er steikt uppúr marineringunni.
Steikja vel á öllum hliðum þangað til það er komin brúnn gljái á allar hliðar.
Ef tófúið er ennþá hvítt er það ekki nógu steikt og ef það er orðið of dökkbrúnt er það ef til vill ofsteikt og verður þá extra crunchy (sumir vilja hafa það svoleiðis en mér finnst best að hafa það smá chruncy á hliðunum og smá mjúkt innaní)


Smakkið bara til tófúið og þegar ykkur finnst það bráðlega verða tilbúið setjið þið restina af grænmetinu á pönnuna með lauknum,gulrótunum og spergilkálinu, bætið tófúið útí og steikið þar til allt verður ready.

Bætið svo við núðlunum, bara lítið í einu og blandið vel saman, ég bæti yfirleitt alltaf tamarisósu á núðlurnar.

Steikið núðlurnar, tófúið og grænmetið í smá tíma þar til núðlurnar eru orðnar heitar og svo VOILA!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s