Salöt salöt salöt.. er það ekki það eina sem veganar borða annars?
okei nei reyndar ekki og ég hef aldrei verið mikið fyrir salöt þangað til ég dundaði mér við að búa til þetta tiltekna salat!
OOOH holy mother of vegan food hvað það var gott og besta var að ég varð ekki svöng eftir korter!
Góð orka, góð næring, ódýr hráefni og einfalt.
Fer eftir fyrir hversu marga salatið á að vera með magnið af grænmetinu en gefum okkur bara það að þetta sé fyrir 4 manneskjur
Hráefni:
1 sæt kartefla
1 zukkini(kúrbítur)
1 box af sveppum
1 gulur laukur
3 hvítlauksgeirar(þessir stóru kínversku)
Kál, skiptir litlu máli hvaða tegund af káli en mér fannst kálhausinn bestur.
Aðferð:
Byrja á því að skræla sætu kartöfluna og skera hana í ágætlega þykka strimla, skellir í fat með ólífuolíu, salt, pipar og inn í ofn sem er 180°heitur í sirka 30-40min.
Hvítlaukurinn er skorinn í heilar sneiðar og best er að passa að hafa þær álíka jafn stórar, skelltar á pönnu með engri olíu á miðlungshita og þurrristaðar.
Skera grænmetið í bita og þegar kartöflurnar eru búnar að vera í ofninum í sirka 25-30 mín skellir maður grænmetinu á pönnu og steikir uppúr olíu(eða jurtasmjöri). Best finnst mér að krydda léttilega með salt og pipar og bæta síðan paprikukryddi og túrmerik.
Skolar salatið og setur á diskinn.
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar fara þær ofaná kálblöðin, því næst grænmetið og seinast en sko alls ekki síst hvítlaukurinn!
Gæti verið gott að hafa sriracha mæjó með 🙂