Sakniði túnfisksalats? Ekki hafa áhyggjur þar sem kjúklingabaunir geta komið í staðs túnfisks og bragðast óendanlega vel!
Hráefni:
1 dós af kjúklingabaunum
1/4 rauðlaukur
2 grænir litlir chilli (má sleppa)
1/4 paprika
(Gular baunir eru líka mjög góðar)
Krydd eftir smekk en ég nota Garam Masala og Cumin.
Vegan mæjó.
*Algjört smekksatriði er hvað fólk vill mikið af grænmeti í salatið svo þið metið það bara sjálf og bætið við ef ykkur finnst þetta of lítið*
Aðferð:
Skolið kjúklingabaunirnar og setjið í skál, notið kartöflustappara og stappið kjúklingabaunirnar.
Bætið við grænmetinu, kryddinu og mæjóinu og hrærið saman!