Kjúklingabaunamjöls Ommeletta

KjúklingabaunamjölsOmmeletta

Innihald:

120ml Kjúklingabaunamjöl (Gram flour)
2msk Næringager
1msk Chia fræ
1/2tsk Vínsteinslyftiduft
1/2tsk Turmerik
1/2tsk Garam Masala
1/2tsk  Chilli krydd
1/4tsk Hvítlaukskrydd
1/4 tsk Salt
1/4tsk Pipar
175ml Vatn
Grænmeti að eigin vali.
Vegan ostur til að strá yfir. Ég nota Vegan gourmet shredded kryddaða frá follow your heart (fæst í Gló fákafeni)
Vio life parmasean ostur er líka æði.

img_8404

Aðferð:

Byrjið á því að hita ofninn í 190°og á blástur.

Blanda öllu hráefninu saman og leyfa að standa í u.þ.b 10mín svo að chiafræin nái að þenjast út.

Á meðan er gott að græja grænmetið, ég nota 1 tómat, 2 sveppi, 2 græna chilli með fræum og 1/4rauðlauk. Annars er hægt að nota hvaða grænmeti sem er m.a brokkolí og spínat.

“Deigið” er sett á pönnuna,sem er hituð með olíu á, og grænmetið stráð yfir og síðast osturinn.

screen-shot-2016-09-17-at-10-02-13
Ommeletta með chilli,sveppum,rauðlauk og tómötum.
screen-shot-2016-09-17-at-10-02-40
Follow your heart ostur yfir.

Steikt í smá stund og skellt síðan inn í ofn á 190°.

Það fer eftir því hversu þykk ommelettan er hversu langan tíma hún þarf en ekki láta tómatana og ostinn plata ykkur, hún getur virkað blaut útaf þeim en er samt tilbúin ☺
Ótrúlega gott að borða með Mango Chutney eða Vegan mæjó sósu t.d sriracha mæjó eða pítusósumæjó.

Bon appétit!

screen-shot-2016-09-17-at-10-02-56
Chilli,sveppir,rauðlaukur, tómatur og follow your heart ostur.
img_8411
Ommeletta með sveppum,tómötum,brokkolí, spínati og sriracha mæjó.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s